Veðurspá fyrir marsmánuð frá veðurklúbbnum á Dalbæ

Veðurklúbburinn á Dalbæ hefur sent frá sér veðurspá marsmánaðar en félagar töldu febrúarspána hafa gengið allvel eftir,og eru nokkuð ánægðir. Klúbbfélagar telja að veðrið verði mjög svipað áfram hraglandi af og til engin vonska, frekar en verið hefur. Eitt sérálit kom þó fram hjá einum sem taldi að um eða eftir miðjan mánuð mundi verða smávægileg breyting ekki til hins verra. Veðurklúbburinn á Dalbæ sendir Góukveðjur og segir páskatungl kvikna í N.N.A. á góuþræl.