Veðurspá fyrir apríl 2010


Fundur var haldinn í Veðurklúbbnum á Dalbæ þann 30. mars 2010

Gestur fundarins var Björg Bjarnadóttir sálfræðingur og áhugamaður um veðurfarsdrauma.

Gert er ráð fyrir að apríl mánuður verði góður fram til 10., 12. eða þar um bil. Eftir það risjótt tíðarfar og alllíklegt að vorið verði kalt.
Fram kom sérálit þess efnis að um miðjan apríl væri að vora og veður yrði gott.

Mikið var rætt um drauma fyrir veðri og nutu klúbbfélagar þess að hafa góðan gest í heimsókn .

Einmánaðarkveðja,

Veðurklúbburinn á Dalbæ