Veðurspá aprílmánaðar frá Veðurklúbbnum á Dalbæ

Veðurklúbburinn á Dalbæ fundaði 29. mars síðastliðinn og birti í kjölfarið veðurspá sína fyrir aprílmánuð.

Fundarmenn eru mjög ánægðir með mars spána og telja hana hafa gengið mjög vel eftir þó svo að veðrið hafi verið heldur hlýrra en spáð hafði verið. Fannst spámönnum ekki ástæða til að fárast yfir því fráviki .

Fundarmenn voru sammála um að fyrrihluti apríl verði ívið kaldari en nýliðinn mánuður. Upp úr miðjum mánuði fari tíð frekar hlýnandi og verði ágætt veður.
Tungl sem kviknaði 22. mars í S.S.V. hefur verið tíðinni til góðs. 21. apríl kviknar nýtt tungl í A. kl. 07:18 og er það sumartungl. Það er góðs viti þegar tungl kviknar í austri og þar til viðbótar á laugardegi þannig að ekki var talinn spurning um gott tíðarfar það sem af lifir aprílmánaðar.


Með góðri kveðju,

Veðurklúbburinn á Dalbæ