Veðurklúbburinn á Dalbæ - veðurspá fyrir apríl 2009

Veðurklúbburinn á Dalbæ hefur fundað og gefið út veðurspá fyrir apríl 2009.  Félagar voru almennt ánægðir með marsspána en tungl kviknaði 26 mars  kl: 16:06 í suð-vestri. Samkvæmt spánni verður þokkalegt veður í vikutíma héðan í frá en sennilegt að við fáum páskaskot og annað seinni part mánaðarins en eftir það fer að örla á vori. Einn meðlimur skilaði séráliti og taldi að um páska mundi batna og þá örla á vori.

Gleðilega páska