Veðurklúbburinn á Dalbæ með veðurspá aprílmánaðar

Fundur var haldinn í Veðurklúbbnum á Dalbæ 29. mars 2011 og hófst hann kl. 14:00. Á fund þennan mættu fjórtán klúbbfélagar og voru flestir íbyggnir og sumir ekki lausir við að vera dularfullir. Farið var yfir næstu tunglkomu þar sem tungl kviknar í S.S.V. kl. 14:32. Um er að ræða Sunnudagstungl. 
 
Einn fundarmanna hafði dreymt mikinn snjó og sagðist ráða það svo að þetta væri fyrir þýðu og suðlægum áttum.

Niðurstaða fundarmanna var að framundan yrðu suð- og vestlægar áttir en eftir 20. apraíl kæmi norðanátt og snjókoma. Nokkuð mikinn snjó mundi setja niður í þessu hreti.


Með kveðju,

Veðurklúbburinn á Dalbæ