Veðurklúbburinn á Dalbæ með veðurspá ágústmánaðar

Veðurklúbburinn á Dalbæ hefur nú gefið út veðurspá sína fyrir ágúst 2009 en spáin var gerð 28. júlí.

Veðurklúbbsfélagar töldu júlíspána hafa tekist sæmilega. Ágústmánuður verður þó mun betri en júlí, meiri suðaustan- eða sunnanáttir, þó blautur af og til, heldur hlýrri. Einn félagi taldi að veður myndi breytast til batnaðar við tunglfyllingu 6. ágúst.

Að lokum ein vísa.

Það eru allir þreyttir á
Þessu sumri kalda.
“Haldið kannske að kreppan þ´ra
kunni þessu að valda”?

Berjakveðjur
Veðurklúbburinn Dalbæ