Veðurklúbburinn á Dalbæ með júníspá sína

Veðurklúbburinn á Dalbæ hefur nú birt spá sína fyrir júní mánuð, en klúbburinn fundaði 27. maí síðastliðinn. Töldu félagar að maí spáin hefði gengið nokkuð vel eftir. Gamlar sagnir segja varðandi Hvítasunnu að ef að yrði á víxl hlýir og kaldir dagar þá væri það góðs viti. Tungl kviknaði sunnudaginn 24. maí síðastliðinn í suð suð austri og telja félagar að hugsanlega ríki norðanáttir í júní og að hann verði frekar kaldur mánuður en nokkrir góðir dagar muni þó koma.

Hér er svo ein vísa sem fylgdi með:

Eitt er það sem allir þrá,
yl og sólarhlýju.
Það eru stundum erfið ár,
sem enda á tölu 9.


Sauðburðarkveðjur

Veðurklúbburinn
Dalbæ Dalvík.