Veðurklúbburinn á Dalbæ með ágústspána

Miðvikurdaginn 6. ágúst 2014 var fundur haldinn í Veðurklúbbi Dalbæjar.

Farið var yfir veðurspá síðasta mánaðar og voru fundarmenn nokkuð sáttir við spána.

Talið er að veðurfar framundan verði í stórum dráttum svipað og verið hefur undanfarið eða fram til loka hundadaga, sem eru 23. ágúst eða jafnvel þegar nýtt tungl kviknar þann 25. ágúst í suðri kl.14:13.

Þá má reikna með viðsnúningi á veðri, sem komi til með að verða ríkjandi fram eftir septembermánuði, en frekari spá verður gerð fyrir þann mánuð þegar þar að kemur.

Draumar og aðrar vangaveltur styðja þessar væntingar um veðurfar. Að öðru leyti látum við veðurguðum og ferðalögum hæða og lægða að ákvarða veður frá degi til dags.

Með fiskidagskveðju,

Veðurklúbburinn á Dalbæ