Veðurklúbburinn á Dalbæ gefur út júníspá sína

Veðurklúbburinn á Dalbæ hefur nú sent frá sér veðurspá sína fyrir júnímánuð en fundur var haldinn í klúbbnum 31.maí. Meðlimir klúbbsins telja að veður verði nokkur gott fram að 10. júní, en leiðinlegt frá þeim tíma og fram yfir 20. júní. Batnar þá aftur og endist út mánuðinn. Félagar klúbbsins telja að sumarið verði fremur kalt með norðlægum áttum. Kemur betur í ljós með mánaðarlegum spádómum.


Kveðja frá Veðurklúbbnum Dalbæ