Veðurklúbburinn á Dalbæ birtir marsspá sína

Veðurklúbburinn á Dalbæ hefur nú fundað og birtir hér veðurspá sína fyrir marsmánuð. Að mati klúbbfélaga hefur febrúarspá klúbbsins gengið alveg eftir. Góutungl kviknaði 25.feb í norðri kl:01.35.Spáð er norðaustan átt 25. febrúar sem er öskudagur og má þá búast við 14-18 dögum með eins veðráttu og hríðarhraglanda. Félagar áætla að þegar tungl kviknar í norðri megi búast við hríðum og hvössu veðri. Ætla þeir líka að ekki batni tíð fyrr en einmánuður gengur í garð. Einnig megi líka búast við nokkrum snjóum.

Bestu kveðjur,

Veðurklúbburinn Dalbæ.