Veðurklúbbur Dalbæjar með veðurspá nóvembermánaðar

Fundur var haldinn í Veðurklúbbi Dalbæjar 27. október 2009 kl. 14:30 þar sem farið var yfir veðurspá fyrir nóvember 2009. Fundarmenn voru ánægðir með októberspána, hún hefði gengið nokkuð vel eftir.  Fullt tungl er þann 2. nóvember og svo kviknar nýtt tungl í vestri þann 16. nóvember. Fundarmenn voru mjög vongóðir með útlitið fyrir nóvember og að hann yrði ekki síðri en októbermánuður.

Með vetrarkveðju,

Veðurklúbburinn á Dalbæ