Veðurklúbbur Dalbæjar með spá fyrir desember 2011

Veðurklúbburinn á Dalbæ hefur nú gefið út veðurspá sína fyrir desembermánuð. Tungl kviknar 24. des. í VSV. kl. 18:06 og er það jólatungl. Fyrra tungl kviknaði í austri kl. 06:10 og var það 25. nóvember.


Fundarmenn áætla að seinnipartur mánaðarins verði betri en fyrrihluti desembermánaðar. Samt gæti seinni hluti desember orðið vindasamur. Suðvestlægar áttir munu ríkja seinnipartinn í mánuðinum og kuldinn verði ekki eins napur og það sem af er í desembermánuði.

10 fundarmenn sátur fundinn.