Veður og færð í dag

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að það er víða hálka eða hálkublettir á vegum á Norðurlandi í dag þó sums staðar sé greiðfært. Vegfarendur eru því beðnir um að aka með gát. Veðurspá fyrir Norðurland vestra í dag er á þá leið: Suðlæg átt, 5-10 m/s og skúrir eða él. Hiti 0 til 5 stig. Norðaustan 13-18 á morgun, snjókoma og vægt frost. Fyrir Norðurland eystra er spáin hins vegar: Suðvestan 8-13, en lægir í dag. Úrkomulítið og kólnandi veður, hiti í kringum frostmark síðdegis. Hvessir í nótt, norðaustan 10-18 á morgun, snjókoma og vægt frost.