Vatnsveitumannvirki við Brimnesá
Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020
Niðurstaða sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 13.maí 2025 breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Breytingin felur í sér að landnotkunarreitur 522-I við Brimnesá ofan Dalvíkur er merktur inn á skipulagsuppdrátt til afmörkunar á iðnaðarlóð fyrir núverandi inntaksmannvirki og lokahús vatnsveitu Dalvíkurbyggðar.
Skipulagsuppdrátt má sjá hér.
ekkur).Breytingin telst óveruleg og hefur fengið meðferð skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þau sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta sent fyrirspurn á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is