Vatnsfyrirtæki í Dalvíkurbyggð

Vatnsfyrirtæki í Dalvíkurbyggð

Vatnsfyrirtæki í Dalvíkurbyggð

Skrifað hefur verið undir samning um sölu á vatni til fyritækisins Soffías ehf. á Árskógsströnd en þar hyggst fyrirtækið reisa vatnsverksmiðju og tappa á vatni til neyslu innan lands og til útflutnings. Áætlað er að vatnsþörf fyrirtækisins verði um 30 þúsund tonn á ári.
Áætlað er að uppbygging á allt að 4.000 fermetra húsnæði hefjist á þessu ári, þegar fjármögnun er lokið, og nú þegar liggja fyrir tilboð í bæði framkvæmdir og tæki. Reiknað er með að hægt verði að hefja sölu á framleiðslu frá verksmiðjunni á næsta ári.
Mikil umsvif verða við uppbygginu fyrirtækisins og er áætlað að 15 til 20 störf verði í verksmiðjunni sjálfri þegar starfsemin þar fer í gang.
Fyrirtækið Soffías ehf. var stofnað í desember 2009 og í dag eru eigendur þess tveir; Ólafur Þ. Ólafsson, eigandi Bruggsmiðjunnar á Árskógssandi og Rúnar Ómarsson, framkvæmdastjóri Nikita. Fyrirtækið leggur sérstaka áherslu á umhverfis- og mannúðarmál.