Vallholt gengur í endurnýjun lífdaga

Eitt af því sem vekur athygli þegar farið er um Dalvík er að verið er að gera gömlum húsum til góða. Í dag birtum við mynd af Vallholti sem verið er að gera upp frá grunni. Vallholt var byggt af Gunnlaugi Sigfússyni, smið frá Syðra-Holti, um 1920. Hann bjó þar með fjölskyldu sinni uns þau fluttu til Reykjavíkur árið 1941. Kona hans hét Sigríður Sigurðardóttir og börn þeirra voru Hulda, Sigfús, Njáll, Sigurður og Jón. Það eru afkomendur Gunnlaugs og Sigríðar sem standa að endurbyggingu Vallholts núna.