Útskrift úr Grunnmenntaskólanum

Útskrift úr Grunnmenntaskólanum

Þann 12. maí síðastliðinn útskrifuðustu 13 nemendur frá Grunnmenntaskólanum á Dalvík. Þetta var fyrsti hópur nemenda úr Grunnmenntaskólanum sem SÍMEY úrskrifar frá Námsverinu á Dalvík. Grunnmenntaskólinn er kenndur eftir námsskrá Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins og má meta námið til allt að 24 eininga á framhaldsskólastigi og er ein vinsælasta námsleiðin á Íslandi innan símenntunargeirans. Tilgangurinn er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni í vinnu. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námið er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði, eldra en 20 ára og með stutta formlega skólagöngu.

Eins og áður sagði voru það 13 nemendur sem útskrifuðust en þeir eru lesið frá vinstri: Guðbjörg Stefánsdóttir, Óli Þór Jóhannsson, Hafdís Sverrisdóttir, Fanney Davíðsdóttir, Hilmir Freyr Halldórsson, Indíana Auður Ólafsdóttir, María Rakel Pétursdóttir, Guðmundur Pálmason, Pálína Ósk Lárusdóttir, Olga Guðlaug Albertsdóttir, Anna Guðrún Snorradóttir, Valdís Erla Eiríksdóttir og Sigurður Jón Kristmundsson.


Í umsögn nemenda um námið kom fram að í heild sinni hafi það verið mjög gott, kennarar mjög góðir og að námið hafi eflt þau bæði til áframhaldandi náms og í starfi. Það ætla 10 nemendur að halda áfram og fara í Háskólastoðir næsta haust enda frábær hópur á ferð. Nemendur fluttu kynningar á lokaverkefnum sínum við útskriftina sem heppnuðust afar vel og voru verkefnin afar vel unnin en um að ræða öflugan og áhugasaman nemendahóp.