Útskrift og útskriftarferð elstu barnanna

Útskrift og útskriftarferð elstu barnanna

Í gær 27. maí voru 18 börn fædd 2004 útskrifuð við hátíðlega og skemmtilega athöfn í Dalvíkurskóla. Foreldrar og starfsfólk hjálpuðust að við að gera þennan dag eftirminnilegan fyrir börnin. Foreldrarfélag Dalvíkurskóla kom færandi hendi en fulltrúi frá þeim færði börnunum sundgleraugu og sundhettu. Einnig fengu krakkarnir að hitta kennarana sína en það eru þær Elsa og Erna Þórey sem fá þann heiður að taka við þeim í haust. Í þessum skrifuðu orðum eru börnin í Hrísey í útskriftarferð :)

Við þökkum börnunum og foreldrum þeirra kærlega fyrir samstarfið á liðnum vetri