Útlánamet á Bókasafninu á Dalvík

Nú í febrúarmánuði var enn slegið útlánamet hjá Bókasafninu.  Lánaðir voru út 1.121 titill, sem er meira en áður hefur verið lánað út á einum mánuði.  September og október hafa yfirleitt verið bestu útlána mánuðirnir en á árinu 2006 fóru útlánin yfir 1.000 í fyrsta sinn í sögu safnsins frá upphafi. 

Nýjir titlar bætast við í hverjum mánuði og núna standa yfir sektarlausir dagar á bókasafninu. Þann 15. mars verður tekið í notkun sjálfvirkt innheimtukerfi og fram að þeim tíma gefst fólki kostur á að skila gögnum á safnið gjaldfrjálst.