Útikennsla hjá yngri börnum 5. október

Útikennsla hjá yngri börnum 5. október

Á miðvikudaginn síðasta fórum við með yngri hópinn í gönguferð í útikennslunni. Við höfðum með okkur einn plastpoka sem börnin tíndu laufblöð af öllum stærðum og gerðum í. Þegar heim var komið lögðum við hvítan klút á jörðina og börnin hjálpuðust að við að búa til eina fallega haustmynd með laufblöðunum, sem þau röðuðu á klútinn. Þetta var mjög skemmtilegt og gaman að sjá hvað eru til margar mismunandi gerðir og litir af laufblöðum. Við þurrkuðum svo laufblöðin og hugsum okkur í framhaldi að vinna fleiri verkefni með þau.