Úthlutun úr plöntusjóði Hitaveitu Dalvíkur

Hitaveita Dalvíkur hefur undanfarin 4 ár lagt til fjárhæð til skógræktarmála og er um að ræða 1 milljón á ári hverju. Garðyrkjustjóri hefur umsjón með sjóðnum og nýtir hann á sem bestan hátt eins og til er ætlast. Einstaklingum og félagasamtökum hefur verið gefinn kostur á að sækja um styrk til plöntukaupa úr þessum sjóði og hafa milli 20 og 30 einstaklingar og félagasamtök fengið úthlutun á ári hverju.

Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í mars sl. og bárust 25 umsóknir sem uppfylltu skilyrði reglugerðar þar um. Rúmlega helmingur sjóðsins fer í þetta verkefni, en hér er m.a. um að ræða bakkaplöntur af  birki, lerki, furu og greni sem fólk er að planta víðs vegar um byggðalagið. Afgangurinn af sjóðnum fer svo í ýmis verkefni sem tengjast skógar- og útivistarmálum. Þar má nefna plöntukaup fyrir ýmis opin svæði, fleiri bekki og borð. En einnig stendur til að fara í framkvæmdir í skógarreitinn neðan við Brekkusel, ræsa hann fram og ganga frá göngustígum.

Þeir sem fá úthlutað úr sjóðnum í ár eru:

Sigurður og Þórir Haraldssynir 
Jónas Antonsson
Elín og Ingibjörg Guðjónsdætur
Ingvi Antonsson
Ingibjörg Ólafsdóttir
Helgi Ásgrímsson
Reimar Þorleifsson
Viðar Kristmundsson
Kristinn Hauksson
Snjólaug og Karlotta Aðalsteinsdætur
Jóhann Ólafsson
Eiríkur Ágústsson og Erla Gunnarsdóttir
Sigþór Harðarson
Hulda Jóhanna Hafsteinsdóttir og Guðmundur Ingvason
Hildur Jónsdóttir og Hjalti Hjaltason
Bjarni Jóhann Valdimarsson
Kristín Gunnþórsdóttir og Þór Ingvason
Helga Haraldsdóttir
Óskar Óskarsson
Aðalberg Pétursson
Birgir Össurarson
Guðmundur Geir Jónsson og Inga
Íbúasamtökin Laugahlíð
UMF Reynir
Sundfélagið Rán
Sóknarnefnd Vallarkirkju