Úthlutun Menningarsjóðs Sparisjóðs Svarfdæla

Menningarsjóður Sparisjóðs Svarfdæla úthlutaði við hátíðlega athöfn í gær styrkjum til 18 verkefna en 34 umsóknir bárust til sjóðsins. Hafa þær aldrei verið fleiri í sögu hans en Menningarsjóðurinn var stofnaður árið 1984 í tilefni af aldarafmæli Sparisjóðs Svarfdæla. Samanlagt nemur úthlutunin í ár 4.550.000 kr. og fengu eftirtaldir aðilar styrki:

100.000 - Myriam Dalstein - til heimasíðugerðar vegna ferðamannaþjónustu

     á Skeiði í Svarfaðardal

100.000 - Dana Ýr Antonsdóttir - til að vinna að eigin tónlist

150.000 - Ljósmyndasamkeppni / Freyr Antonsson - til að koma á fót

     ljósmyndasamkeppni v/10 ára afmælis Dalvíkurbyggðar

150.000 - Skafti Brynjólfsson - til að vinna að rannsóknum á jöklum

200.000 - Foreldrafélag leikskólanna Fagrahvamms, Krílakots og Leikbæjar -

     til danskennslu fyrir leikskólabörnin

200.000 -  Elmar Sindri Eiríksson - til útgáfu hljómdisks

250.000 - Vignir Þór Hallgrímsson - til að vinna að listsköpun sinni

250.000 - Kvikmyndafélag Dalvíkurbyggðar - til að safna og festa viðburði

     í Dalvíkurbyggð á filmu og safna heimildum

250.000 - Guðrún Edda Gunnarsdóttir - til að gera upp 100 ára hvíhús

                 á Atlastöðum

300.000 - Artex ehf. - til merkingar gönguleiða og uppsetningar skilta

300.000 - Guðmundur Ingi - til gerðar heimasíðu og koma þar fyrir efni

                 og myndum úr gömlum Bæjarpóstblöðum

300.000 - Fígúra ehf. - til innréttinga á brúðuhúsi vegna sýninga og leiðsagna

     fyrir börn á öllum skólastigum.

300.000 - Karlakór Dalvíkur - til styrktar starfsemi kórsins

300.000 - Mímiskórinn - til að halda koramót eldri borgara á Norðurlandi

300.000 - Kvennakórinn á Dalvík - til að koma starfseminni á rekspöl

300.000 - Hrísiðn Hrísey - til að byggja upp aðstöðu til sýninga og vinnslu

                 á gömlum amboðum og minjagripum

300.000 - Byggðasafnið Hvoll - til útgáfu á bæklingi um byggðasöguleg efni

                 um skemmtanir og dægradvöl í Dalvíkurbyggð

500.000 - Urðakirkja í Svarfaðardal - til forvörslu á predikunarstól kirkjunnar

                 sem er illa farinn, enda 200 ára gamall.

Frétt fengin af www.dagur.net