Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2007/2008

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög, samkvæmt reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 605, 24. júní 2008 , auk sérstakra úthlutunarreglna í hlutaðeigandi byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 731/2008 í Stjórnartíðindum.

Grundarfjarðarbær ( Grundarfjörður)
Stykkishólmsbær (Stykkishólmur)
Húnaþing vestra (Hvammstangi)
Dalvíkurbyggð ( Hauganes og Árskógssandur)
Akureyrarbær (Hrísey)

Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna hér. Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst 2008