Útboð í ræstingu fyrir stofnanir Dalvíkurbyggðar 2023 - 2026

Útboð í ræstingu fyrir stofnanir Dalvíkurbyggðar  2023 - 2026

Dalvíkurbyggð auglýsir eftir tilboðum í reglulega ræstingu og tilfallandi ræstingar á húsnæði Dalvíkurbyggðar. Um er að ræða u.þ.b. 3264 fermetra húsnæði í 5 aðskildum byggingum sem eru: Ráðhús Dalvíkur (sameign, Héraðsskjalasafn og Skrifstofur Dalvíkurbyggðar), Leikskólinn Krílakot,Víkurröst, Menningarhúsið Berg og húsnæði veitna við Sandskeið á Dalvík. Jafnframt útboði á reglulegri ræstingu er óskað eftir tilboðum í einingaverð í hverja unna klst. við hreingerningar.

Reiknað er með að ræsting á grundvelli útboðsins hefjist þann 23. október 2023. Áætlaður samningstími er 3 ár með möguleika á framlengingu í tvö ár, en í eitt ár í senn.

Útboðsgögn verða afhent í þjónustuveri á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu, 620. Dalvík frá 25. ágúst 2023. Skrifstofur Dalvíkurbyggðar eru opnar mánud. – fimmtud. frá kl. 10:00 – 15:00, föstud. frá kl. 10:00 – 12:00. Bjóðendur geta óskað eftir því að fá útboðsgögn sent til sín með tölvupósti. Sú ósk þarf að berast með tölvupósti á netfangið gisli@dalvikurbyggd.is

Tilboðum ásamt tilskildum fylgigögnum skal skilað á Skrifstofu Dalvíkurbyggðar í lokuðu umslagi merkt – Ræsting stofnanna Dalvíkurbyggðar 2023 – 2026.

Skilafrestur á útboðum er til 29. september kl. 10:00.

Tilboðin verða opnuð í Upsa á efstu hæð í Ráðhúsi Dalvíkur föstudaginn 29.september 2023 kl. 10:15 að viðstöddum þeim sem þess óska.

Útboðið er auglýst á utboðsvefur.is

Allar nánari upplýsingar um framkvæmd útboðsins eða útboðsgögn veitir Gísli Bjarnason (gisli@dalvikurbyggd.is) sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.