Útboð Dalvíkurbyggð - sjóvarnir 2020

Útboð  Dalvíkurbyggð - sjóvarnir 2020

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í sjóvörn í Dalvíkurbyggð. Annars vegar um 100 m kafli á Árskógssandi og hinsvegar um 140 m kafli á Dalvík.

Helstu magntölur:

Útlögn grjóts og sprends kjarna um 2.300 m3

Endurröðun grjóts um 550 m3

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. nóvember 2020.

Útboðsgögn eru afhent rafrænt í TendSign útboðskerfinu. Afhending gagnanna er án endurgjalds, frá og með mánudeginum 1. júní 2020.
Tilboði skal skila rafrænt í TendSign útboðskerfinu https://tendsign.is/ fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 16. júní 2020.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu, heildartilboðsupphæð og hvort tilboð sé sett fram sem frávikstilboð.