Útboð á byggingu íþróttamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar

Dalvíkurbyggð óskar eftir tilboðum í að byggja íþróttamiðstöð við hlið Sundlaugar Dalvíkur.  Íþróttamiðstöðin og Sundlaugin verða með sameiginlegan forsal og einnig verður tengibygging við kjallara sundlaugarbyggingarinnar. Verktaki skal framkvæma jarðvinnu, steypa upp húsið, innrétta, ganga frá utan húss sem innan og fullgera húsið samkvæmt útboðsgögnum.  Verkið nær til endurbóta á þeim hluta af lóðinni sem er næst íþróttamiðstöðinni ásamt breytingum á bílastæðum. Ekki er innifalið í verkinu laus búnaður í íþróttasal.

Helstu stærðir: 
Íþróttamiðstöð og búningsaðstaða: 1.686,9 m²
Afgreiðsla og þreksalur:  307,9 m²
Samtals 1994,8 m²
Lóðarframkvæmdir: 7700 m²

Útboðsgögn verða afhent á tæknideild Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu Dalvík, og hjá AVH ehf arkitektúr-verkfræði-hönnun, Kaupangi, Mýrarvegi, Akureyri frá og með miðvikudeginum 9. júlí 2008.

Útboðsgögn eru á geisladiski og kosta kr. 5.000.-.

Tilboð verða opnuð í bæjarstjórnarsal Dalvíkurbyggðar á 3. hæð í Ráðhúsinu á Dalvík þriðjudaginn 29. júlí 2008 kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Bæjartæknifræðingur Dalvíkurbyggðar