Útboð

Dalvíkurbyggð óskar eftir tilboðum í að byggja viðbyggingu við Leikskólann Krílakot við Karlsrauðatorg Dalvík.

Viðbyggingin er 140 m2 timburbygging á steyptum grunni.

Einnig er óskað eftir tilboðum í að framkvæma breytingar á núverandi húsnæði.

Útboðsgögn verða afhent á tæknideild Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu Dalvík, frá og með fimmtudeginum 8. febrúar 2007.

Tilboð verða opnuð í Ráðhúsinu á Dalvík í fundarstofu á 3.hæð mánudaginn 19. febrúar 2007 kl. 11:00

Bæjartæknifræðingur Dalvíkurbyggðar