Utanríkisráðherra í Dalvíkurbyggð

Utanríkisráðherra Íslands, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er nú stödd hér í Dalvíkurbyggð í heimsókn. Með henni er aðstoðarmaður hennar, Kristrún Heimisdóttir. Þær munu eiga stuttan fund með bæjarstjóra, forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs Dalvíkurbyggðar og verður síðan farið í kynnisferð í Sæplast og Samherja og þeim kynnt starfsemi fyrirtækjanna. Meðfylgjandi mynd var tekin fyrr í dag á fundi utanríkisráðherra með bæjarstjóra, frá vinstri, Anna Sigríður Hjaltadóttir, Bjarnveig Ingvadóttir, Kristrún Heimisdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Svanfríður Jónasdóttir. Eftir hádegi mun þær fara til Akureyrar.