Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2014

Síðastliðinn laugardag fóru fram sveitarstjórnarkosningar um allt land. Á kjörskrá í Dalvíkurbyggð voru 1314. Alls kusu 1109 sem er 84,39% kjörsókn. Til samanburðar má geta að í síðustu sveitarstjórnarkosningum, 2010, var kjörsókn 78,75%.

Niðurstöður kosninganna voru sem hér segir:

B-listi hlaut 480 atkvæði
D-listi hlaut 263 atkvæði
J-listi hlaut 326 atkvæði
Auðir seðlar voru 32 og ógildir 8