Úrslit spurningakeppni grunnskólanna

Úrslit spurningakeppni grunnskólanna

Úrslitin í spurningakeppni grunnskólanna ráðast miðvikudagskvöldið 25. apríl.

Grunnskóli Dalvíkurbyggðar og Hagaskóli í Reykjavík keppa til úrslita í beinni útsendingu á Rás 2, en í ár tóku 60 íslenskir grunnskólar þátt keppninni. Spyrill er Margrét Erla Maack og höfundur spurninga er Hannes Daði Haraldsson. Keppendur fyrir hönd Dalvíkurskóla eru þau Aníta Lind Björnsdóttir í 10. bekk, Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson 10. bekk og Viktor Daði Sævaldsson 9. bekk. Þjálfarar liðsins eru þeir Magni Þór Óskarsson og Klemenz Bjarki Gunnarsson.

Útsendingin hefst klukkan 19.30 miðvikudagskvöldið 25. apríl.