Úrbætur á fjarskiptakerfum í sveitarfélaginu

Á fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar í morgun, 8. september 2005, var samþykkt að beina þeim eindregnum tilmælum til Landssíma Íslands hf. að sem fyrst verði unnið að úrbótum á fjarskiptakerfi fyrirtækisins í sveitarfélaginu.  Sérstök áhersla verði lögð á frekari tengingar fyrir ADLS og samband fyrir gsm síma.

Eins og staðan er í dag næst ADLS tenging símans aðeins á Dalvík, en Svarfðaradalur, Skíðadalur og Árskógsströnd eiga að ná tengingu við ISDN. að auki næst ekki gsm samband alls staðar í Svarfaðardal og Skíðadal. Það er  því brýnt að lausn finnist á þessu máli sem fyrst.