Upplýsingastefna Dalvíkurbyggðar

Á 384. fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar þann 14. september 2006 samþykkti bæjarráð Upplýsingastefnu Dalvíkurbyggðar en í henni er kveðið á um ýmis atriði er varðar meðferð og umsýslu upplýsinga, bæði hvað varðar starfsmenn stofnana og deilda innan Dalvíkurbyggðar sem og flæði upplýsinga milli stjórnsýslu og íbúa sveitarfélagsins.

Megin tilgangur upplýsingastefnunnar er að mynda ákveðinn grundvöll fyrir skilgreiningar og reglur um meðferð upplýsinga svo að upplýsingar séu aðgengilegar en upplýsingastefna Dalvíkurbyggðar hefur það að leiðarljósi að veita ávallt áreiðanlegar og aðgengilegar upplýsingar um starfssemi sína og starfshætti.

Upplýsingastefna Dalvíkurbyggðar tekur mið af eftirfarandi lögum:

i.      Upplýsingastefna Dalvíkurbyggðar tekur mið af og framfylgir upplýsingalögum nr. 50/1996.

ii.      Upplýsingastefna Dalvíkurbyggðar tekur jafnframt mið af og framfylgir stjórnsýslulögum nr. 37/1993, þ.á.m. hvað varðar stjórnsýslu og meðferð mála, leiðbeiningarskyldu og upplýsingarétt.

iii.      Upplýsingastefna Dalvíkurbyggðar tekur mið af og framfylgir upplýsingalögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.