Upplýsingar um skipan bæjarstjórnar og bæjarráð Dalvíkurbyggðar

Á 127. fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 21. júní 2005 fóru fram kosningar skv. 18. og 62. gr. samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar og skv. 14. gr.  Sveitarstjórnarlaga en m.a. er kosið til eins árs um forseta bæjarstjórnar, 1. og 2. varaforseta, ritara bæjarstjórnar (2 aðalmenn og 2 til vara),  bæjarráð (3  aðalmenn og 3 til vara). 

Bæjarstjórn, sem skipuð er níu bæjarfulltrúum kjörnum samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórnar nr. 5/1998, sbr. 12. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, er því skipuð sem hér segir til eins árs:

Bæjarstjórn:

Aðalmenn:

Svanhildur Árnadóttir, forseti (D)          Forseti bæjarstjórnar

Arngrímur V. Baldursson (D)                Ritari bæjarstj., aðalmaður.

Jónas M. Pétursson (D)                        Ritari bæjarstj., varamaður

Valdimar Bragason (B), bæjarstjóri

Guðbjörg Inga Ragnarsdóttir (B)

Kristján Ólafsson (B)                            1. varaforseti bæjarstjórnar

Helga B. Hreinsdóttir (B)                      Ritari bæjarstj., aðalmaður

Óskar Gunnarsson (I)                          2. varaforseti bæjarstjórnar.

Marinó Þorsteinsson  (I)                       Ritari bæjarstj., varamaður.

Bæjarráð, sem í eiga sæti 3 bæjarfulltrúar, er því skipað sem hér segir til eins árs:

Bæjarráð:

Formaður:                                            Arngrímur V. Baldursson

Varaformaður:                                      Kristján Ólafsson

                                                            Marinó Þorsteinsson.

Varamenn:                                            Jónas M. Pétursson.

                                                            Guðbjörg Inga Ragnarsdóttir

                                                            Óskar Gunnarsson

Á fundi bæjarstjórnar þann 21. júní 2005 var jafnframt samþykkt tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar.  Eins og heimilt er skv. samþykktum um stjórn Dalvíkurbyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar þá frestar bæjarstjórn fundum sínum í júli og ágúst 2005.  Bæjarráði var jafnframt falin fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu.

Til upplýsingar þá fundar bæjarráð Dalvíkurbyggðar að jafnaði einu sinni í viku allt árið, nánar tiltekið á fimmtudögum.  Fundir bæjarráðs eru haldnir fyrir luktum dyrum, sbr.57. gr. samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar:

57. gr.

Fundir í ráðum og nefndum skulu haldnir fyrir luktum dyrum.  Nefnd/ráð getur kvatt á sinn fund einstaka starfsmenn sveitarfélagsins. Enn fremur getur nefnd/ráð boðið aðila að koma á sinn fund til viðræðna um tiltekin mál.