Upplýsingar frá HSN vegna bólusetningar

Upplýsingar frá HSN vegna bólusetningar

30. desember 2020 komu fyrstu skammtarnir af covid bóluefni til okkar á Dalvík. Sama dag voru framlínu starfsmenn á HSN Dalvík, íbúar á Dalbæ og hluti fólks í dagdvöl bólusettir.

Næsti skammtur kom í þriðju viku janúar. Þá var lokið við bólusetningu fyrsta hópsins. Á sama tíma tókst að bólusetja dagdvalarfólk á Dalbæ og þá sem njóta heimahjúkrunar. Einnig tókst að bólusetja marga sem náð höfðu 80 ára aldri. Margir þessara hafa bara fengið fyrri skammtinn af tveimur.

Samtals hafa 107 einstaklingar lokið eða byrjað bólusetningu gegn Covid 19.

Við munum reglulega fá bóluefni sem notað verður samkvæmt forgangslista Sóttvarnarlæknis. Vakin er athygli á að einungis er heimilt að fara að tilmælum embættisins um forgangsröðun. Starfsfólk HSN Dalvík mun hafa samband símleiðis til að bjóða fólki í bólusetningu .

Við minnum á að hafa samband við heilsugæsluna og láta taka Covid sýni ef að fólk fær einkenni frá öndunarfærum, hita eða önnur einkenni eins og niðurgang.