Upphafspunktar gönguleiða merktir

Dalvíkurbyggð festi nýlega kaup á vegvísum sem settir verða niður við upphafspunkta 9 gönguleiða hér í Dalvíkurbyggð.  Á myndinni má sjá þau Jón Arnar Sverrisson, garðyrkjustjóra Dalvíkurbyggðar, Kristján Hjartarson, frá Ferðafélagi Svarfdæla og Selmu Dögg Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúa Dalvíkurbyggðar með skiltin. Ferðafélag Svarfdæla mun setja skiltin niður á næstu dögum en skiltin voru fengin hjá Málmsteypunni Hellu í Reykjavík og eru græn að lit í grunninn með hvítu byggðamerki Dalvíkurbyggðar og gönguleiðamerki sem flestir ættu að kannast við.

Merktar verða eftirfarandi gönguleiðir: Drangar, Grímubrekkur, Reykjaheiði,  Klaufabrekkur, Nykurtjörn, Skeiðsvatn, Heljardalsheiði, Klængshólsdalur og Þorvaldsdalur.

Jafnframt er komið út ný útgáfa af korti af Dalvíkurbyggð sem hefur að geyma þjónustulista og ýmsar upplýsingar um Dalvíkurbyggð og nú hefur götukortum af þéttbýliststöðum sveitarfélagsins einnig verið bætt við.