Unnið hörðum höndum við að gera aðstæður góðar

Unnið hörðum höndum að koma öllu skíðasvæðinu í gagnið.
Unnið hörðum höndum að koma öllu skíðasvæðinu í gagnið.

Þann 4. desember sl. opnaði Skíðasvæði Dalvíkur eftir heilmikla snjókomu sem fengu allmarga til að rífa upp skóflur og snjóblásara.

„Skíðasvæðið okkar var það fyrsta sem opnaði á landinu og lýst okkur mjög vel á næstu daga og vikur segir Einar Hjörleifsson svæðisstjóri.
Það er nóg af snjó og erum við að vinna í því að gera aðstæður eins góðar og hægt er. Við erum að stefna að því að opna alveg neðri lyftuna sem er bara opin að hluta eins og er, og ég vona að það verði hægt í kvöld eða á morgun“

Ungir sem aldnir hafa eflaust skemmt sér vel á fyrstu skíðadögunum og er góð spá framundan fyrir áhugasama skíðakappa.