Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður - 100 ára afmæli

Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður - 100 ára afmæli

Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður hélt upp á 100 ára afmæli félagsins í gær að Rimum í Svarfaðardal. Félagið var stofnað þann 27. desember árið 1921.
Margrét Guðmundsdóttir og Þórarinn Hjartarson fluttu erindi um sögu félagsins á meðan gestir gæddu sér á veitingum og hlýddu á.

 

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs, færði formanni félagsins Jóni Haraldi Sölvasyni blómvönd og afmælisgjöf frá Dalvíkurbyggð að þessu tilefni. Jón Haraldur, formaður ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar

 


Margrét Guðmundsdóttir flytur erindi