Undirritun samnings við ISS

Undirritun samnings við ISS

Í dag voru undirritaðir samningar á milli Dalvíkurbyggðar og ISS Íslandi um ræstingar á bæjarskrifstofu og kjallara í Ráðhúsi Dalvíkur og í ræstingar Menningarhússins Bergs. Á síðasta fundi bæjarráðs þann 23. júlí var ákveðið að ganga til samninga við ISS Ísland ehf. en þeir voru með lægsta tilboð í verkið.

Alls bárust sex tilboð og eru niðurstöður tilboða með virðisaukaskatti, mánaðargjald, samtals fyrir bæjarskrifstofu og kjallara í Ráðhúsi Dalvíkur og Menningarhúsið Berg eru eftirfarandi:

 

Nr Nafn: Upphæð: Hlutfall:
1. ISS Ísland ehf. 186.061  100,00%
2. Hreint ehf. 274.539 147,55%
3. Kristján Þorsteinsson  321.379  172,73%
4. Þrif og ræstivörur ehf.  413.840 222,42%
5. Jóhannes Björnsson   695.395 373,75%
6. Sigrún Björk Sigurðardóttir 1.066.340 573,11%

 

.