Undirritun samninga vegna hitaveituframkvæmda

Í gær, fimmtudag, undirritaði bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, Svanfríður I. Jónasdóttir samninga við Röraverksmiðjuna Set ehf. um framkvæmdir Hitaveitu Dalvíkur í Svarfaðardal. Föstudaginn 30. mars sl. voru opnuð tilboð í efni vegna framkvæmda sumarsins, útboðið var sameiginlegt með Skagafjarðarveitum og vegna stærðar varð að auglýsa það á evrópska efnahagssvæðinu. Lægsta tilboðið í framkvæmdina átti Set ehf.

Á meðfylgjandi mynd má sjá bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar ásamt Bergsteini Einarssyni framkvæmdastjóra Sets ehf. og aðilum frá Skagafjarðarveitum.