Undankeppni fyrir SamFestinginn

Í kvöld, 12 janúar, verður undankeppni fyrir SamFestinginn (Samfés) haldin í Víkurröst. Alls munu þrjú tónlistaratriði taka þátt og mun sigurlag keppninnar taka þátt í NorðurOrg sem er haldin á Hvammstanga 30. janúar næstkomandi. 

NorðurOrg er keppni þar sem sigurvegarar félagsmiðstöðva á Norðurlandi keppast um 4 sæti til að taka þátt í lokakeppninni í Laugardalshöll um miðjan mars. Í Laugardalshöll verða svo 30 bestu atriði félagsmiðstöðva um land allt.

Um keppnina í Víkurröst
Húsið opnar kl 19:30.
Keppni hefst kl 20:00.
Keppni lýkur um 20:30.