Umsóknir í Vaxtarsamning Eyjafjarðar

Umsóknir í Vaxtarsamning Eyjafjarðar

Óskað er eftir umsóknum um verkefnastuðning frá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar. Allar atvinnugreinar hafa jafna möguleika á stuðningi, uppfylli umsóknir skilyrði og helstu atriði sem lögð eru til grundvallar við mat umsókna.

Skilyrði er að í verkefni sé um ræða samstarf tveggja eða fleiri aðila og skal minnst helmingur þátttakenda vera fyrirtæki. Lögð verður áhersla á verkefni sem efla tengsl háskóla og atvinnulífs, sem og verkefni sem miða að markaðssetningu og útrás.

Við val á verkefnum verður við það miðað að þau efli nýsköpun á Eyjafjarðarsvæðinu og stuðli að vexti svæðisins. Verkefni sem hljóta munu samþykki hjá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar fá allt að 50% heildarkostnaðar við þau, gegn mótframlagi annarra þátttakenda.

Umsóknarfrestur til 27. maí 2009

Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, www.afe.is. Nánari upplýsingar veitir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnisstjóri Vaxtarsamnings  Eyjafjarðar, í síma 460-5700 eða á hjalti@afe.is.

Umsóknir skulu berast til:

Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
Skipagötu 9,
600 Akureyri

eða á netfangið hjalti@afe.is.