Umsókn um jólaaðstoð fyrir jólin 2013

Þeir íbúar Dalvíkurbyggðar sem þurfa á jólaaðstoð að halda eru vinsamlegast beðnir um að senda inn umsókn til Félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar fyrir miðvikudaginn 11. desember 2013.

Umsóknarblöðin er hægt að nálgast hjá félagsþjónustunni og hér fyrir neðan.


Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar er einnig í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð varðandi umsóknir um mataraðstoð. Eyðublöðin er hægt að nálgast hjá félagsþjónustunni og hér fyrir neðan. Skilafrestur á mataraðstoð er mánudagurinn 9.desember.


Mikilvægt er að umsóknunum fylgi staðgreiðsluyfirlit sem nálgast má inná www.skattur.is / með því að fara vinstra megin á síðunni í Staðgreiðsluskrá RSK og velja árið. Það er líka hægt að sækja þetta blað til Ríkisskattstjóra. Starfsmenn félagsþjónustu geta einnig aðstoðað einstaklinga við að nálgast blaðið með því að viðkomandi komi með veflykilinn sinn að síðu Skattsins.


Ef umsóknunum fylgir ekki staðgreiðsluyfirlit telst umsóknin ógild.


Dagsetningarnar eru sem sagt sem hér segir
Mataraðstoð fyrir 9.desember 2013
Fjárhagsaðstoð fyrir 11.desember 2013


Úthlutun mun síðan eiga sér stað dagana 12 og 13 desember.


Umsóknareyðublað er hérna fyrir neðan.

Umsókn um fjárhagsaðstoð (word)  (pdf)

Umsókn um mataraðstoð (word)   (pdf)