Umhverfisverðlaun í Dalvíkurbyggð

Fyrirhugað er að veita viðurkenningu fyrir fallegustu lóð og snyrtilegasta umhverfi á einkagarði, stofnun, sveitabýli eða fyrirtæki í Dalvíkurbyggð. Þetta hefur ekki verið viðhaft áður hér í byggðalaginu.

Sett hefur verið saman  5 manna nefnd sem mun á næstu dögum fara um byggðalagið og skoða garða einstaklinga og umhverfi fyrirtækja. Í nefndinni eru Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri, Bjarni Jóhann Valdimarsson formaður umhverfisnefndar, Jónas Pétursson fyrrv. formaður umhverfisnefndar, Kristín Dögg Jónsdóttir garðyrkjufræðingur og Kolbrún Pálsdóttir fyrrv.formaður Garðyrkjufélagsins.

Vonast nefndin eftir góðum viðtökum í skoðunarferðum sínum.

Stefnt er að því að tilkynna valið á Fiskidaginn mikla og veita viðkomandi viðurkenningarskjöl. Íbúar í Dalvíkurbyggð eru hvattir til að taka þátt og í leið stuðla að því að hér verði komið á skemmtilegri hefð.