Um Svarfdælskan mars 2004

Svarfdælskur mars verður haldinn dagana 26. og 27. mars nk. Dagskráin verður sem hér segir:

Föstudagur 26. mars:

Heimsmeistarakeppni í Brús, haldin að Rimum í Svarfaðardal. Spilað verður í meistarflokki og 1. flokki. Einnig fer fram kennsla fyrir algera byrjendur.

Húsið opnar kl.20:30 og byrjað verður að spila kl.21.

Laugardagur 27. mars:

Málþing um Dalvíkurskjálftann 1934, haldið í Dalvíkurskóla. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur flytur erindi um Dalvíkurskjálftann, orsakir hans og afleiðingar. Einnig verða fluttar endurminningar fólks sem þá var að alast upp á Dalvík og nemendur úr Dalvíkurskóla verða með atriði.

Málþingið hefst kl.11.

Tónleikar í Dalvíkurkirkju. Kórarnir Söngfélagið sunnan heiða, Samkór Svarfdæla og Kór Dalvíkurkirkju syngja. Auk þeirra koma fram söngkonurnar Kristjana Arngrímsdóttir og Guðrún Lóa Jónsdóttir. Undirleikari er Helga Bryndís Magnúsdóttir.

Tónleikarnir hefjast kl.14.

Svarfdælasaga eftir Ingibjörgu og Hjörleif Hjartarbörn. Leikritið byggir á Svarfdælasögu er greinir frá landnámi dalsins og víkurinnar. Karlakór Dalvíkur tekur þátt og flytur í sýningunni frumsamda tónlist eftir Guðmund Óla Gunnarsson.

Sýningin er í UNGÓ og hefst kl.17.

Marsinn tekinn að Rimum. Stjórnandi marsins verður að venju Ingunn Margrét Hallgrímsdóttir og um tónlistina sér danshljómsveit Hafliða Ólafssonar.

Húsið verður opnað kl.22 og marsinn hefst klukkan 22:30. Aðgangseyrir kr.1.000

Svarfdælskum marsi  2004 lýkur síðan kl. 02