Týr áfram í söngkeppni Samfés í Laugardalshöllinni

Týr áfram í söngkeppni Samfés í Laugardalshöllinni

NorðurOrg 2019 fór fram í íþróttahúsinu í Ólafsfirði föstudagskvöldið 25. janúar sl. Um er að ræða landshlutakeppni þar sem 5 atriði frá Norðurlandi eru valin áfram til að taka þátt í söngkeppni Samfés sem fer fram laugardaginn 23. mars nk. Um 480 unglingar komu saman frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af Norðurlandi til að hlusta á keppendur og skemmta sér á balli á eftir.

Þormar Ernir Guðmundsson söng Bob Dylan lagið Don´t think twice  it´s all right og spilaði Þorsteinn Jakob Klemenzson á gítar. Voru þeir eitt af 5 atriðum sem komust áfram. Hin fjögur atriðin sem taka þátt í úrslitum í Laugardalshöll komu frá Akureyri, Skagafirði, Fjallabyggð og Hvammstanga.

Óskum við Þormari Erni og Þosteini Jakobi til hamingju með árangurinn.

FM Trölli sendi keppnina beint út, á heimasíðu FM-Trölla er hægt að hlusta á upptökur frá keppninni:

https://trolli.is/nordurorg-for-vel-fram/