Tuttugu konur á námskeiði um sjamanisma


Í dag hófst á Húsabakka námskeiðið The Bright Knowledge – the Roots of Celtic Shamanism, á vegum Mardallar, félags um menningararf kvenna.  Yfir 20 þátttakendur koma alls staðar að af landinu. Leiðbeinandi er Caitlín Matthews, heimsþekkt fræðikona sem hefur skrifað fjölda bóka um keltneskan seið eða sjamanisma, keltneska goðafræði og Artúrssögu og er á ferð og flugi um heiminn til að miðla þekkingu sinni. Caitlín kemur hingað frá Orkneyjum þar sem hún hefur frætt frænkur okkar og frændur undanfarið.