Tuttugu hressir krakkar úr Valsárskóla fóru í fyrstu Fuglaferðina

Tuttugu hressir krakkar úr Valsárskóla fóru í fyrstu Fuglaferðina

Fyrsti hópurinn til að koma í Fuglaferð í Friðland Svarfdæla sem er samstarfsverkefni Náttúrusetursins á Húsabakka og Byggðasafnsins Hvols, voru tuttugu hressir krakkar úr fyrsta, öðrum, þriðja og fjórða bekk Valsárskóla á Svalbarðseyri. Krakkarnir mættu ásamt þrem kennurum í rútu að Hvoli kl. níu í morgun og fengu þar að skoða safnið og gera verkefni um fuglana undir leiðsögn Írisar Ólafar safnstjóra. Að því búnu komu þau fram að Húsabakka og fóru í gönguferð í friðlandinu í hreint frábæru veðri. Loftið ómaði af fuglasöng og krakkarnir sungu um fuglana og allt var eins og eftir pöntun. Óhætt er að segja að þessi fyrsta fuglaferð lofi góðu um framhaldið en þegar hafa tveir aðrir skólar boðað komu sína.

 
Veðrið var eins og best verður á kosið