Tungurétt 100 ára – Gangnamaðurinn hylltur

Tungurétt 100 ára – Gangnamaðurinn hylltur

Haldið verður uppá 100 ára afmæli Tunguréttar með afhjúpun minnisvarða um gangnamanninn, laugardaginn 26. Ágúst, kl.14:00

Þar fer Þórarinn á Tjörn yfir sögu réttarinnar, ásamt því að sr. Oddur Bjarni tekur til máls. Gangnamenn taka þekkta gangnasöngva þar sem allir viðstaddir eru hvattir til þess að taka þátt.
Einnig verður boðið uppá gangnakaffi með gamla laginu en þar ber helst að nefna að í boði verða u.m.þ.b. 100 ára gamlar brauðtegundir, kleinur oflr.

Minnisvarðinn um gangnamanninn verður sá fyrsti á Íslandi sem er vel við hæfi þar sem Tungurétt er elsta rétt á Íslandi sem steypt er úr steinsteypu, en hún er frá 1923. Réttin var svo löguð milli árana 2010 til 2014, þar sem hún var steypt upp og öll styrkt. Í tengslum við afmælið stendur til að gefa út 120 bls. fræðslu- og menningarrit sem hefði að geyma sögu fortíðarinnar hvað varðar fjárréttir, smalakofa, stekki og kvíar frá fjallaskiladeildunum þremur sem enn eru í óbreyttu formi eftir sameiningu þriggja sveitarfélaga fyrir rúmum 20 árum.