Tröllaskaginn kominn á heimskort fjallaskíðamanna

Tröllaskaginn er kominn á heimskort fjallaskíðamanna því í vor hafa yfir 200 fjallaskíðamenn frá 14 löndum komið og stundað fjallaskíðamennsku í stórbrotnum fjöllum Tröllaskagans. Jökull Bergmann sem á og rekur fjallaleiðsögufyrirtækið Bergmenn segir að þessir gestir séu bæði á sínum vegum og annarra. Ég held að það megi segja að þarna sé þrotlaus vinna við markaðssetningu undanfarin ár að skila sér. Þá höfum við fengið góðar kynningar í ýmsum fagtímaritum erlendis, en auðvitað er alltaf besta aulýsingin í jákvæðri umsögn viðskiptavina sem beina öðrum til okkar hér á Tröllaskaganum. Íslendingar sækja einnig orðið í þetta í auknum mæli og það er alveg ljóst að vertíðin í ár, sem stendur frá miðjum mars og fram í miðjan júní, verður sú langstærsta til þessa,” segir Jökull.

Bergmenn eru eina fyrirtækið hér sem býður uppá þyrluskíðaferðir og segir Jökull að það sé mikil eftirspurn eftir þeim, og uppistaðan er Íslendingar. Þyrluskíða ferðirnar eru bæði 4 daga ferðir og svo 1 dags skíðun fyrir þá sem vilja upplifa ógleymanlegt ævintýri. Það er takmarkað sætaframboð og því er ekki eftir neinu að bíða og drífa í að bóka á www.bergmenn.com  og taka þátt í þessari einstöku upplifun. Eins dags ferðirnar eru aðeins í boði 17.-20. maí og þegar er búið að panta mikið.


En það er ýmislegt fleira á dagskránni og má þar nefna nýja fjögurra skíðadaga ferð ferð. Þessi ferð er tilvalin fyrir þá sem að eru að stíga sín fyrstu skref í fjallaskíðaiðkun eða þá sem eru tímabundnari. Ferðin gefur fullkomið sýnishorn af þeim undrum sem Tröllaskaginn hefur uppá að bjóða þegar kemur að fjallskíðamennsku en er nógu löng til þess að þátttakendum líður eins og þeir hafir sloppið langt frá amstri hins daglega lífs og koma endurnærðir heim.


Everest vika

Meðal þeirra nýjunga sem Bergmenn bjóða uppá í ár er svonefnd "Everest vika"” þar sem að hæð Mt Everest 8840m er klifin á sex dögum. Þessi stórskemmtilega en krefjandi ferð er ætluð þeim sem eru í góðu formi og í leit að krefjandi verkefni. Á sex dögum er hæð Mt Everest 8840m klifin á tindum Tröllaskagans undir handleiðslu Jökuls Bergmanns. Þetta þýðir að í 6 daga samfleytt er tekin út hækkun uppá tæpa 1500m á dag sem reynir vel á andlegt og líkamleg úthald. Ferðin er gerð útfrá Klængshóli í Skíðadal þar sem við njótum margrómaðrar gestrisni og matargerðar Önnu Dóru húsfreyju og getum slakað vel á á milli tinda. Stefnt er að því að fara í þessa ferð dagana 7.-12. júlí nk.

Jökull segir að af nógu sé að taka þegar kemur að því að velja tinda og hnúka á Tröllaskaganum enda myndi fæstum endast ævin til að klífa þann aragrúa tignarlegra fjalla sem prýða þetta einstaka svæði. “Á hverjum degi ferðarinnar gefst okkur tækifæri til að klífa leiðir og tinda sem oft hafa ekki séð nema handfylli að fjallafólki á þeim 1200 árum sem menn og konur hafa þverað Tröllaskagann. Þótt markmið ferðarinnar sé metnaðarfullt og strangt er það alveg á hreinu að nægur tími gefst til þess að njóta einstakrar náttúru, baða sig í hrollköldum fjallavötnum og hlusta á bergmálið þegar við köllumst á við tröllin í fjöllunum.”


Ferðir á hæstu tinda landsins

Fjallaferðir á landsins hæstu tinda eru svo að sjálfsögðu á dagskránni sem endranær og ber þar helst að nefna Hvannadalshnúk, Hrútsfjallstinda og svo tæknilegri verkefni eins og Hraundranga fyrir þá sem ekki þjást af mikilli lofthræðslu. Enn eru nokkur pláss laus í vor og byrjun sumars.


Sumarið gengur svo vonbráðar í garð og þá tekur við klifur, fjallamennska og svo alpaferðir á Mont Blanc og Matterhorn.


Nánari upplýsingar um ferðir og tilheyrandi má finna á slóðinni www.bergmenn.com

Frétt fengin af www.dagur.net