Trjáálfar Hópastarf 11 og 12 apríl

Trjáálfar Hópastarf 11 og 12 apríl

Í þessari viku voru við innandyra í báðum hópastarfstímunum okkar.

Á miðvikudaginn spiluðum við lottó og perluðum, hópurinn er orðin svaka klár í að spila og þarf nánast ekkert að aðstoða þau. Þar sem við gátum ekki klárað perlið okkur ætlum við að geyma það og klára það seinna.

Fimmtudagurinn fór í frjálsan leik í búningum og heimisdóti. Öll börnin settust þó niður með hópstjóranum og teiknuðu sjálfsmynd.

Hér má sjá fleiri myndir